Hér er hægt að versla gjafabréf á Blekvinnustofunámskeið hjá Lindu Ólafs á Stúdíó Hrauni. Gjafabréfið er handgert og er hægt að sækja á vinnustofuna í Laugardalnum.
Blekvinnustofur eru haldnar á laugardögum, 1-2 sinnum í mánuði og bætast ný námskeið alltaf reglulega við á vefsíðuna. Eigandi gjafabréfsins hefur samband við linda@lindaolafsdottir.com til að skrá sig á eitthvað af fyrirhuguðum námskeiðum hverju sinni.
Einnig er hægt að kaupa sérstök gjafabréf fyrir hópa sem er stórskemmtileg samvera fyrir stórfjölskylduna, vinahópinn eða vinnustaðinn. Miðast verðið þá við fjölda þátttakenda, átta að hámarki. Hafið samband við linda@lindaolafsdottir.com ef þið hafið áhuga á að tryggja ykkur gjafabréf fyrir hópinn ykkar.
Allar nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á síðu Blekvinnustofunnar og eins er hægt að nálgast frekari upplýsingar með því að senda fyrirspurnir á linda@lindaolafsdottir.com
- ÁTT ÞÚ GJAFABRÉF Á BLEKVINNUSTOFU?
Þú getur notað gjafabréfið þitt með því að fylgjast með á þessari vefsíðu hvenær næstu Blekvinnustofunámskeið eru. Þegar þú sérð námskeið með tímasetningu sem hentar þér, þá einfaldlega sendir þú tölvupóst á netfangið linda@lindaolafsdottir.com og ég tek frá pláss fyrir þig.