Hér er hægt að versla gjafabréf á þriggja tíma Blekvinnustofunámskeið hjá Lindu Ólafs á Stúdíó Hrauni. Gjafabréfið er handgert og er hægt að sækja á vinnustofuna í Laugardalnum.
Hægt að velja gjafabréf á námskeið samkvæmt almennri dagskrá, en ný námskeið bætast við dagskrána í flestum mánuðum. Eigandi gjafabréfsins hefur samband við linda@lindaolafsdottir.com til að skrá sig endurgjaldlaust á eitthvað af fyrirhuguðum námskeiðum hverju sinni.
Einnig er hægt að kaupa gjafabréf á einka/hópnámskeið sem er sniðið sem stórskemmtileg samvera fyrir stórfjölskylduna, vinahópinn eða vinnustaðinn. Miðast verðið þá við fjölda þátttakenda, sjö að hámarki. Eigandi gjafabréfs hefur svo samband við linda@lindaolafsdottir.com til að ákveða í sameiningu tímasetningu námskeiðsins.
Allar nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á síðu Blekvinnustofunnar og eins er hægt að nálgast frekari upplýsingar með því að senda fyrirspurnir á linda@lindaolafsdottir.com