Vissu þið að einu sinni var Reykjavík lítið meira en nokkur hús við eina götu? Og að einu sinni bjó fólk í bröggum þar sem Hallgrímskirkja stendur nú?
Í Reykjavík barnanna er stiklað á stóru um sögu höfuðborgarinnar okkar, frá því áður en fyrstu íbúarnir tóku sér þar bólfestu og þar til hún varð sú fjölbreyttra og líflega borg sem við þekkjum. Í máli og myndum er sagt frá mannlífi og menningu, blokkum og bröggum, gatnakerfi og götulýsingu, skautasvellum og skolpræsum, útsýni og útivist, og öllu mögulegu öðru sem finna má í Reykjavík.
Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir hlutu mikið lof fyrir Íslandsbók barnanna sem hreppti meðal annars Barnabókaverðlaun Reykjavíkur og Fjöruverðlaunin. Hér beina þær kastljósinu að Reykjavík, höfuðborg allra landsmanna, í bók sem er í senn fróðleiksnáma og listaverk fyrir alla fjölskylduna.
Árituð eintök í boði!